Sumarfrí og símatími

Á vormánuðum jók Drekaslóð við símatímana sína, enda mikið andlegt álag á þjóðinni í Covid-19 faraldrinum. Vegna aukins fjárstuðnings frá Félagsmálaráðuneytinu varð mögulegt að bjóða upp á þjónustuna. Það kom sér afar vel enda nýttu margir sér þjónustuna. Við í Drekaslóð erum afar þakklát fyrir að fá tækifæri til þess að leggja okkar að mörkum til þess að veita hjálp á þessum óvenjulegu tímum.

Kærkomið sumarfrí

Drekaslóð hefur síðan verið í kærkomnu fríi í júlí og einbeitt sér að því að hlaða batteríin að nýju fyrir næsta vetur.

Við höfum einbeitt okkur að því að njóta þess að vera í fríi innanlands, hvílt okkur, notið veðurblíðunnar og útiverunnar. Við hvetjum ykkur öll að sjálfsögðu til þess að fara vel með ykkur á þessum skrýtnu tímum og vonum að þið njótið sumarsins heima á Íslandi.

Published by Drekaslóð

Fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *