Drekaslóð tíu ára!

Þrátt fyrir miklar áskoranir á árinu og erfiðar aðstæður í samfélaginu, ekki bara á Íslandi heldur út um allan heim, þá ætlum við að fagna tíu ára afmæli Drekaslóðar þ. 3. september næstkomandi.

Samtökin voru stofnuð af sjö konum sem allar höfðu sömu ástríðu fyrir að veita þolendum ofbeldis víðtækari þjónustu en áður hafði sést.

Upprunalegir stofnendur samtakanna eru Bergrún, Hjördís, Ruth, Ingibjörg, Thelma, Sigríður og Guðrún. Samtökin tóku formlega til starfa þann 3. september 2010 og voru þá til hús á Borgartúni 3.

Published by Drekaslóð

Fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *