Vinnustofa í Vestmannaeyjum

Í september fékk Drekaslóð boð um að senda fulltrúa sinn á vinnustofu sem boðað var til af Arndísi Soffíu Sigurðardóttur, Sýslumanni Vestmannaeyja. Vinnustofan var haldinn dagana 17- 18. september og mætti Thelma Dreki fyrir hönd Drekaslóðar. Vinnustofan er liður í verkefni sem Félagsmálaráðuneytið og Dómsmálaráðuneytið standa saman að. Ein af tillögum teymisins frá ráðuneytunum er að fjalla um velferð barna og með sérstaka áherslu á börn sem búa við ofbeldi inni á heimilum sínum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Dómsmálaráðherra tók þátt í vinnustofunni í Vestmannaeyjum. Mynd/Thelma Ás.
Ásmundur Einar Daðason, Félags- og barnamálaráðherra tekur til máls á Vinnustofunni.
Mynd/Thelma Ás.

Áhersla vinnustofunnar var að finna leiðir til þess að bæta hag barna í slíkri stöðu án þess að lagabreytingar þurfi að koma til. Vinnustofan sem var kraftmikil og stútfull af frábærum erindum og öflugum vinnuhópum. Thelmu þótti vinnustofan til mikils gagns og að flottur árangur hafi náðst með henni. Við í Drekaslóð erum afar þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt og fengið í leiðinni tækifæri til þess að láta rödd okkar heyrast í þessum mikilvæga málaflokki.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir Ríkislögreglustjóri. Mynd/ Thelma Ás.
Sigrún Júlíusdóttir og Gyða Hjartardóttir flytja erindið sitt. Mynd/Thelma Ás.

Drekaslóð vill einnig koma áleiðis hrósi til Hótel Vestmannaeyja fyrir frábærar móttökur, fína aðstöðu og dásamlegar veitingar á veitingastaðnum Einsa Kalda.

Published by Drekaslóð

Fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *