Drekaiðjan hefur göngu sína

Samstarf Drekaslóðar og Hugarafls heldur áfram að dafna og nú hafa samtökin ákveðið að fara af stað með Drekaiðjuna sem hefst mánudaginn 18. janúar. Drekaiðjan er einskonar framhald af Drekasmiðjunni sem Hugarafl hefur haldið utan um en hefur verið í umsjón Thelmu frá Drekaslóð. Drekasmiðjan hefur notið mikilla vinsælda í gegnum árin en um er að ræða tveggja klukkustunda vinnustofu sem haldin er vikulega.

Drekasmiðjan hefur reynst notendum Hugarafls og Drekaslóðar afskaplega vel en þar fær þátttakandinn tækifæri til þess að ræða áfallasögu á sjálsmynd, samskipti og tengslamyndun. Í Drekaiðjunni gefst þátttakandanum nú kostur á að fara enn dýpra í mörg af þeim verkefnum og sjálfsvinnu sem rætt er um í Drekasmiðjunni.

Drekaiðjan er lokaður hópur og ætlaður fyrir 6 til 9 manns hverju sinni. Hópurinn hittist síðan vikulega í 6 skipti í tvo tíma í senn. Fyrsta Drekaiðjan er nú þegar fullbókuð og hlökkum við til þess að hefja þetta spennandi verkefni með notendum Hugarafls og Drekaslóðar.

Vert er að geta þess að, til þess að geta skráð sig í Drekaiðjuna þarf að vera skráð/ur í Hugarafl eða að vera í samstarfi við ráðgjafa hjá öðrum hvorum samtökunum.

Allar nánari upplýsingar í netfanginu: frida@hugarafl.is

Published by Drekaslóð

Fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *