Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að opnu stuðningsfundirnir okkar hefjast á ný miðvikudaginn 3. mars. Vegna Covid-19 urðum við að leggja fundina niður tímabundið en við notuðum þann tíma til að endurskoða og betrumbæta fundina.
Helstu breytingar eru:
Uppsetning: Nú verður hver fundur með fyrir fram auglýstu þema og með mismunandi hópleiðara hverju sinni.
Tímasetning: Alla miðvikudaga kl. 19:30- 20:30.
Staðsetning: Húsnæði Drekaslóðar, Borgartúni 30.
Fundirnir eru ætlaðir öllum kynjum, fyrir bæði þolendur og aðstandendur þeirra. Öllum er frjálst að tjá sig en einnig er að sjálfsögðu í boði að sitja fundina og hlusta.
Fundirnir eru opnir og skráning óþörf.