Mánudaginn 22. mars, opnaðu samtökin Sigurhæðir dyr sínar á Selfossi. Um er að ræða fyrstu samtök sinnar tegundar á Suðurlandi en þau aðstoða konur sem orðið hafa fyrir kynbundnu ofbeldi.
Stofnun samtakanna var í höndum Soroptimistaklúbbsins á Selfossi, en Soroptimistar eru aldargömul alþjóðleg samtök kvenna sem hafa unnið að bættri stöðu kvenna á alþjóðavettvangi.
Á heimasíðu samtakanna segir að þau bjóði einstaklings- og hópmeðferðir ásamt sérhæfðri áfallameðferð. Einnig er hægt að fá ráðgjöf frá lögreglu sem og lögfræðiráðgjöf.
Konur sem eru búsettar á Suðurlandi og aðstandendur þeirra geta leitað sér aðstoðar hjá Sigurhæðum.
Drekaslóð vill óska Soroptimistaklúbb Suðurlands, sem og öllum sem hafa komið að stofnun Sigurhæða, innilega til hamingju með frábært framtak.
Allar nánari upplýsingar um Sigurhæðir er hægt að finna HÉR