Drekaslóð tekur þátt í árlegri ráðstefnu Heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri

Thelma Ásdísardóttir og Ingibjörg Þórðardóttir, starfsmenn Drekaslóðar, munu vera með erindi á árlegri ráðstefnu Heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri, en ráðstefnan verður rafræn að þessu sinni og verður streymt í gegnum Zoom.

Ráðstefnan fer fram dagana 20.- 21. maí og yfirskrift hennar er Notendamiðuð velferðarþjónusta: Fortíð, nútíð, framtíð.

Thelma og Ingibjörg munu halda sitt erindi kl. 15:50-16:10 en þær ætla að segja frá hópastarfinu sem fer fram í Drekaslóð, sem og námskeið sem samtökin bjóða upp á.

Það verður margt meira áhugavert í boði og dagskráin afar fjölbreytt. Það er því um að gera að vera með!

Ráðstefnan er opin öllum og er þátttakendum að kostnaðalausu. Athugið að það þarf að skrá þátttöku en allar nánari upplýsingar er að finna HÉR.

Published by Drekaslóð

Fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra