Viltu hlaupa fyrir Drekaslóð?

Senn líður að einum skemmtilegasta degi ársins, en það er dagur Reykjavíkurmaraþonsins. Við í Drekaslóð höfum frá stofnun samtakanna tekið þátt í hlaupinu og hafa margir hlaupið í nafni okkar og með frábærum árangri. Fjármunir sem hlauparar okkar hafa safnað, hefur ávallt nýst okkur afar vel og komið notendum okkar til góða.

Nú langar okkur að hvetja ykkur, sem ætlið að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu, að hlaupa fyrir góðan málstað og styrkja okkur í leiðinni. Eftir að Covid-19 braust út hefur álagið á samtökin og eftirspurnin eftir aðstoð aukist gríðarlega. Við þurfum því á ykkar styrk og aðstoð að halda svo við getum haldið áfram að vaxa og dafna. Við viljum að sjálfsögðu halda áfram að geta tekið á móti öllum sem til okkar leita á árangursríkan hátt.

Með því að hlaupa í nafni samtakanna gerum við fleirum einstaklingum kleift að sækja sér aðstoð við afleiðingum hvers kyns ofbeldi.

Vertu með og skráðu þig í Hlaupastyrk!

Við hlökkum til að sjá ykkur á stóra deginum!

Published by Drekaslóð

Fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra