Sumarið senn á enda

close up of tree against sky

Sumarið er senn á enda og margir að snúa aftur til starfa og náms.

Við í Drekaslóð höfum tekið kærkomna hvíld frá störfum undanfarnar vikur. Við höfum ferðast innanlands, notið veðurblíðunnar, varið dýrmætum tíma með vinum og vandamönnum og hlaðið batteríin eins vel og mögulegt er fyrir komandi vetur.

Það er margt breytt frá því sem áður var og enn er óvissa með framhaldið vegna heimsfaraldursins. Síðasta eina og hálfa árið hefur verið virkilega krefjandi fyrir okkur öll og það birtist meðal annars í gríðarlegri aukningu á aðsókn til okkar í Drekaslóð.

Við höfum hins vegar unnið enn harðar en áður, að því að ná að sinna öllum þeim sem til okkar hafa leitað, auk þess sem við höfum fundið leiðir til þess að auka úrræðin fyrir notendur okkar.

Við erum enn að og margt sem við í Drekaslóð erum að vinna að núna sem við vonumst til þess að skili sér til ykkar sem allra fyrst.

Um þessar mundir erum við að koma hægt og rólega úr sumarfríi og við vonumst til þess að þjónustan hjá okkur verður fljótlega komin í eðlilegt horf.  

Við vonum að þið hafið notið sumarsins þrátt fyrir áskoranirnar sem dunið hafa á samfélaginu sem og umheiminum öllum og við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á komandi misseri.

Published by Drekaslóð

Fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra