Vegna ástandsins sem skapast hefur í samfélaginu undanfarið, vegna Covid-19, þá höfum við í Drekaslóð ákveðið að fresta því um sinn að fara aftur af stað með opnu stuðningsfundina okkar.
Opnu stuðningsfundirnir eru venjulega haldnir alla miðvikudaga kl. 19:30-20:30 í húsnæði samtakanna að Borgartúni 30.
Við munum síðan senda út tilkynningu þegar fundirnir fara aftur af stað.
Okkur þykir leitt ef þetta veldur notendum okkar óþægindum en við vonumst til þess að geta farið aftur af stað með fundina eins fljótt og mögulegt er.