Reyjkavíkurmaraþoninu frestað

Vegna aukinna smita í samfélaginu hefur Reykjavíkurmaraþoninu því miður verið frestað fram til 18. september. Við viljum því nota þennan tíma til þess að vekja athygli á að það er enn hægt að skrá sig á Hlaupastyrk og safna áheitum fyrir Drekaslóð.

Aðsóknin hefur aukist gríðarlega hjá Drekaslóð síðan farsóttin braust út 2020, og í kjölfarið hefur álagið orðið töluvert meira. Við viljum að sjálfsögðu geta sinnt öllum sem til okkar leita og því er mikilvægt fyrir okkur að safna áheitum sem þessum.

Við hlökkum til að sjá ykkur í september og munum að margt smá gerir eitt stórt!

Published by Drekaslóð

Fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra