Því miður voru þær fréttir að berast okkur í Drekaslóð, að Reykjavíkurmaraþoninu, 2021 hefur verið alfarið aflýst. Í fréttatilkynningu frá þeim segir að hlaupinu var í upphafi frestað til 18. september í von um að ástandið í þjóðfélaginu myndi batna.
Því miður virðist það ekki líta út sem svo að það verði orðið betra þá og við höfum að sjálfsögðu fullan skilning fyrir því að þessi ákvörðun hafi verið tekin.
Við vonumst til þess að taka þátt í hlaupinu árið 2022 og að ástandið verði orðið mun betra þá.
Farið vel með ykkur og munið að hlúa að líkama og sál á þessum krefjandi tímum.