Opnu stuðningsfundirnir aftur af stað

group of people standing indoors

Opnu stuðningsfundirnir okkar hefjast á ný miðvikudaginn 1. september. Vegna aukinna smita í samfélaginu í sumar, ákváðum við að fresta því að hefja fundina aftur eftir sumarfrí.  

Nú teljum við öruggara að fara af stað með fundina og verður því fyrsti fundur haustsins haldinn í vikunni.

Tímasetning: Alla miðvikudaga kl. 19:30- 20:30.

Staðsetning: Húsnæði Drekaslóðar, Borgartúni 30.

Fundirnir eru ætlaðir öllum kynjum, fyrir bæði þolendur og aðstandendur þeirra. Öllum er frjálst að tjá sig en einnig er að sjálfsögðu í boði að sitja fundina og hlusta.

Á þessum fyrsta fundi haustsins verður fjallað um ofbeldi og afleiðingar þess. Leiðari fundsins að þessu sinni er Thelma Ásdísardóttir.

Fundirnir eru opnir og skráning óþörf.

Við viljum minna á að við förum að sjálfsögðu eftir settum sóttvarnarreglum og höldum ráðlagðri fjarlægð auk þess sem grímur eru á staðnum fyrir þá sem vilja.

Published by Drekaslóð

Fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra