Óskað eftir þátttakendum í samtalsrannsókn

Reynsla karla af ofbeldi í nánum samböndum við konur.

Undirrituð, Hildur Petra Friðriksdóttir meistaranemi við Heilbrigðisvísindadeild Háskólans á Akureyri leitar eftir þátttakendum í meistararannsókn. Um er að ræða viðtalsrannsókn og tilgangur hennar að skoða reynslu og upplifun karla sem orðið hafa fyrir ofbeldi kvenna sem þeir hafa átt í nánu sambandi við. Markmiðið er að öðlast skilning á aðstæðum þeirra og reynslu en einnig reynslunni af að leita aðstoðar.

Vonast er til að niðurstöðurnar hafi samfélagslegt gildi með þeim hætti að athygli verði beint að heilsufari og líðan karla og mögulegum tengslum við ofbeldi í nánu sambandi við konur. Niðurstöðurnar gætu orðið hvatning til frekari rannsókna, aukið þekkingu og hagnýtingu og dregið úr fordómum.

Óskað er eftir karlmönnum sem eru tilbúnir til að deila reynslu sinni með mér. Áætlað er að taka tvö um klukkustndarlöng viðtöl við hvern þátttakanda og staðsetning þeirra ákveðin í samráði við hann. Gert er ráð fyrir að rannsóknin standi yfir frá mars/apríl til nóvember 2021. Ef þú ert reiðubúinn til að taka þátt er hægt senda mér tölvupóst á netfangið mitt: ha160028@unak.is.

Hildur Petra Friðriksdóttir meistaranemi við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri.

Published by Drekaslóð

Fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra