Við minnum á símatímana okkar

Starfið hjá okkur er farið aftur af stað eftir sumarfrí og höfum við reynt að sinna því eins og best verður á kosið miðað við aðstæður undanfarið.

Opnu stuðningsfundirnir okkar fóru aftur af stað þann 1. september og var hann vel sóttur. Thelma Ásdísardóttir, Dreki, leiddi fundinn þar sem fjallað var um ofbeldi og afleiðingar þess. Umfjöllunarefni næsta fundar verður auglýst betur í byrjun næstu viku.

Okkur langar einnig að minna á að við erum með símatíma alla fimmtudaga milli kl. 13-16. Síminn er: 551 5511. Öllum er frjálst að hringja og fá upplýsingar og ráð, en við minnum á að því miður veitum við ekki neyðarþjónustu. Við bendum öllum á, sem telja að um slíkt sé að ræða, að hringja í 112.

Við vonum að þessi úrræði séu að nýtast sem flestum, enda þörfin mikil á þessum krefjandi tímum.

Published by Drekaslóð

Fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra

Leave a Reply