Rekstrarvörur styrkja Drekaslóð

Mánudaginn 27. september tók Thelma Dreki á móti styrk frá Rekstrarvörum, en fyrirtækið gaf samtökunum tvo kassa af Pelican Rouge Value Grand kaffi og einn kassa af True Moods ilmgjafa. Markaðsstjórinn Harpa Grétarsdóttir afhenti styrkinn.

Styrkurinn kemur sér sannarlega vel fyrir Drekaslóð þar sem við teljum það afar mikilvægt að geta boðið notendum okkar upp á gott kaffi þegar þeir heimsækja okkur, sem og að hafa litlu atriðin í huga til þess að skapa hlýlegt og hreinlegt umhverfi fyrir notendur okkar.

Við viljum senda okkar innilegustu þakkir til Rekstravara fyrir rausnalegan styrk.

Published by Drekaslóð

Fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra