Framlengdur skilafrestur í hönnunarsamkeppni Drekaslóðar

Við í Drekaslóð höfum ákveðið að framlengja skilafrestinum fyrir hugmyndum að nýjum merki samtakanna til 1. nóvember.

Það eru ábyggilega margir sem eru á fullu við að leggja lokahönd á hugmyndir sínar og því viljum við gefa aðeins meiri tíma fyrir alla sem vilja senda okkur hugmyndir.

Við erum að leita að bestu útfærslunni af upprunalega merkinu og þar sem helstu eiginleikar myndarinnar fá að njóta sín, en í nýrri og bættri útfærslu. Við óskum einnig eftir því að nafn samtakanna verði sett undir myndina.

Þetta er gott tækifæri til þess að leyfa sköpunargleðinni að njóta sín og hjálpa okkur að vaxa í átt til framtíðar í leiðinni.

Vegleg verðlaun eru í boði, en sá aðili sem á bestu hugmyndina fær 50.000 kr. í verðlaun.

Hér að neðan er upprunalegt merki samtakanna sem við óskum eftir að uppfæra í nýrri útfærslu.

Hugmyndum skal skilað inn til drekaslod@drekaslod.is í góðri upplausn fyrir lok mánudagsisn þann 1. nóvember 2021.

Munið að senda nafn og símanúmer/tölvupóstfang með hugmyndinni.

Við tilkynnum síðan vinningshafann 1. desember 2021. 

ATHUGIÐ

Þátttakandi þarf að vera tilbúin/n til þess að gefa frá sér höfundarréttinn á vinningshugmyndinni og getur ekki undir nokkrum kringumstæðum gert tilkall til hennar á meðan myndin er notuð sem merki/lógó Drekaslóðar.

Við áskilum okkur einnig allan rétt til þess að hafna öllum tillögum ef svo ber undir.

Published by Drekaslóð

Fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra