Sigrún Rós Sigurðardóttir, listamaður vann hönnunarkeppni Drekaslóðar en samtökin leituðu eftir hugmyndum að nýju merki haustið 2021. Fjöldi frábærra hugmynda barst og dómnefndin átti sannarlega erfitt verkefni fyrir höndum. Dómnefndin var samt einhuga í lokin og mynd Sigrúnar vann með nokkrum yfirburðum.
Um Sigrúnu
Um leið og við í Drekaslóð tökum nýja merkið okkar í notkun, þá langar okkur að segja aðeins frá listamanninum að baki merkisins.

Sigrún Rós Sigurðardóttir hefur starfað sem húðflúrlistamaður undanfarin 15 ár og er einn af eigendum Bleksmiðjunnar sem er starfandi í Húsi verslunarinnar. Sigrún hefur verið iðin við listsköpun og haldið sýningar víðsvegar um landið. Starf hennar sem húðflúrlistamaður felur mikið í sér að vinna verkefni í samvinnu með viðskiptavinunum sínum, þannig að Sigrún á auðvelt með að koma hugmyndum fólks niður á blað og vinna svo áfram á húðina.

Þegar Sigrún sá að Drekaslóð var að leita af hönnun af nýju merki nýttist þessi eiginleiki hennar til fulls. Lógóið tekur mið af upprunarlegu hugmyndinni en er samt formfastara og stílhreinna.
Hugmyndin hjá mér var að gera merkið sterkara og þannig það grípi augað betur. Ég vildi að styrkur og hugrekki væri fyrsta sem kæmi til hugar þegar merkið sæist.
Sigrún segir einnig að blái liturinn hefur róandi áhrif og táknar í leiðinni traust, áreiðanleika og styrk. Því varð liturinn sem Sigrún bætti við merki Drekaslóðar fyrir valinu.
Það virkaði sannarlega og merkið er nú orðið að nýja drekanum okkar!
Við óskum Sigrúnu innilega til hamingju með sigurinn og óskum henni góð gengist í framtíðinni!
Hér eru nokkrir tenglar á vefsíðu og samfélagsmiðla þar sem hægt er að skoða list Sigrúnar:
https://www.facebook.com/sigrunrosbleksmidjan
https://www.facebook.com/SigrunRosArtwork