Góðar fréttir fram undan

Thelma Dreki skrapp í frí til Svíþjóðar á dögunum, og var það til þess að heimsækja annan Dreka, en það var Ruth, sem býr í Malmö. Ruth hefur séð um vefsíðuna og samfélagsmiðla síðan 2019 og tók að sjálfsögðu vel á móti systur sinni.

Það var virkilega gott að geta loksins hist og vonin er að sjálfsögðu sú að faraldurinn sé að fjara út og að lífið fari aftur að verða nokkurn veginn eðlilegt.

Það var margt spjallað og framtíðarverkefni Drekaslóðar voru meðal annars rædd. Það er óhætt að segja að spennandi tímar séu fram undan hjá samtökunum og við í Drekaslóð munum meðal annars tilkynna góðar fréttir á allra næstu dögum.

Þetta mun verða mikil hagræðing fyrir samtökin og starfsemi okkar, en fyrst og fremst verður þetta mikil og jákvæð breyting fyrir notendur okkar. Það eru því tvímælalaust spennandi tímar fram undan.

 Við hvetjum ykkur þess vegna til þess að fylgjast vel með á næstunni.

Published by Drekaslóð

Fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra