Mánudagurinn 28. mars var stór dagur hjá okkur í Drekaslóðar en þá flutti starfsemin frá Borgartúni 30 yfir í stórt og rúmgott húsnæði að Síðumúla 6.
Húsnæðið er afar glæsilegt, bjart og þægilegt, auk þess sem samtökin muna nú deila húsnæði með Hugarafli. Þetta verður virkilega jákvæð breyting þar sem samtökin hafa unnið mikið saman í gegnum árin. Nálægðin á einungis eftir að efla samstarfið enn frekar og fögnum við því að sjálfsögðu.
Þetta eru því kærkomnar fréttir á þessum viðsjárverðu tímum sem við mannfólkið göngum í gegnum núna.
Við vonumst til þess að vera komin aftur af stað með fulla starfsemi í byrjun apríl.
Málfríður Hrund Einarsdóttir, ráðgjafi Drekaslóðar og formaður Hugarafls tók þessar skemmtilegu myndir þegar flutningabíllinn mætti á svæðið.







