Drekaslóð tekur sumarfrí

Þá er komið að hinu árlega sumarfríi starfsmanna Drekaslóðar. Okkur þykir afar mikilvægt að starfsfólk okkar taki sér góða hvíld á hverju ári. Eins gefandi og starf okkar er, þá tekur það líka oft á, og þess vegna ætlum við að taka okkur frí í allan júlí mánuð og hluta af ágúst.

Við eigum von á að vera komin aftur til starfa í kringum miðjan ágúst. Þangað til vonumst við að þú og þínir njótið sumarsins. Við vonum líka að þú farir vel með sál og líkama og munir eftir að nota verkfærin í verkfærakistunni þegar á þarf að halda.

Ást og friður frá okkur Drekum!

Published by Drekaslóð

Fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra