Forvarnir á tímum Covid-19

Í Drekaslóð er að sjálfsögðu farið eftir tilmælum stjórnvalda og við höldum ráðlagðri fjarlægð á öllum stundum. Tryggt er að farið er eftir einnar metra reglunni, bæði í einstaklingsviðtölum sem og í öllu hópastarfi. Á staðnum er að finna handspritt, hanska og grímur fyrir þá sem vilja. Einnig er sjálfsagt að auka fjarlægð í tvo metra ef þess er óskað.

Þér er velkomið að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna. Við erum með símatíma alla fimmtudaga milli kl. 13-16, en einnig er hægt að senda tölvupóst á drekaslod@drekaslod.is