DREKASLÓÐ

Fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur allskyns ofbeldis og aðstandendur þeirra.

Fréttir

16. september 2015
Ráðstefna um áföll og fíkn
Ég og Fríða (Drekar tveir) fórum á frábæra tveggja daga ráðstefnu í síðustu viku sem Rótin stóð að um tengingu áfalla og fíkna og svo meðferðar möguleika og úrræði. Þarna var sérstaklega verið að einblína á konur og verið að benda á mikilvægi þess að fólk hafi möguleika á því að leita sér aðstoðar með fíknir alls konar með sama kyni eingöngu. Margir góðir fyrirlestrar og vinnustofur voru á ráðstefnunni. Við vorum sammála um að við græddum mest á því sem Stephanie Covington hafði fram að færa, en hún var með alls konar nálganir og hugmyndir sem nýtast okkur klárlega í vinnu okkar í Drekaslóð.
Vel gert hjá Rótinni, takk fyrir okkur
 
18. ágúst 2015
Hækkun á verðskrá
Því miður er svo komið að Drekaslóð neyðist til þess að hækka verðskrá sína til þess að reyna mæta kostnaði við reksturinn.
Nýja verðskráin:
Einstaklingsviðtal:  3.000 kr.
Fjölskyldu/ástvinaviðtal (3 eða fleiri): 5.000 kr.
Grunnhópur:  20.000 kr.
Sérhæfðari og styttri hópar: 15.000 kr.
12-spora hópurinn verður áfram ókeypis nema fólk kjósi að setja í kaffiboxið.
Eftir sem áður verðum við auðvitað sveigjanleg með greiðslur og reynum að mæta öllum eftir þörfum hvers og eins.
18. ágúst 2015

Flutningar

Drekaslóð mun flytja í ágúst mánuði.  Við ætlum  þó ekki langt, færum okkur aðeins í Borgartúninu, við förum frá Borgartúni 3 yfir í Borgartún 30 og munum þar deila húsnæði með Geðhjálp og fáum þar sérlega góða sambýlinga.
Starfsemi Drekaslóðar gæti raskast minniháttar við flutningana í lok þessa mánaðar og í byrjun september.  Við munum þó reyna að halda starfinu áfram án truflana eins og við getum.
Drekar hafa haft það sérlega gott í Borgatúni 3 og ótal ævintýri gerst hér innan veggja.  Við munum kveðja þennan góða stað með hugann fullan af góðum minningum.  Um leið hlakkar okkur mikið til þess að eiga nýja og spennandi tíma í vændum í fallegu húsi með frábæru fólki.
18. ágúst 2015

Ný Samviska Drekaslóðar

Á síðasta aðalfundi sem haldin var í lok júní var meðal annars kosið í nýja Samvisku Drekaslóðar.  Um leið og við þökkum þeim Drekum kærlega sem hafa lagt orku sína í að sitja í stjórninni okkar, viljum við bjóða nýja Dreka velkomna.
 
Í nýju Samviskunni sitja:
Ingibjörg Kjartansdóttir
Thelma Ásdísardóttir
Skúli Kristinsson Unnarsson
Unnur Guðrún Óskarsdóttir
Sunna Rós Baxter
Kristín Helga Magnúsdóttir
Málfríður Hrund Einarsdóttir
 
Varamenn eru:
Albert Valur Albertsson
Ása Jóhannesdóttir
Fráfarandi eru:
Guðrún Axfjörð Elínardóttir
Bergrún Sigurðardóttir
Hjördís Guðlaugsdóttir
18. ágúst 2015

Nýr vefur

Drekar voru svo ótrúlega heppnir að fá fallegt boð um að uppfæra vefsíðuna okkar.  Pétur Ragnar Pétursson bauðst til þess að setja upp nýja og góða vefsíðu fyrir okkur sem nú er komin á netið og orðin virk.   Kunnum við Pétri bestu þakkir fyrir þá frábæru vinnu sem hann hefur lagt í þetta.  Drekar eru sérlega ánægðir með þessa nýju og fínu vefsíðu.
Borgartúni 30
2. hæð
105 Reykjavík
Sími 551 5511 860 3358
drekaslod@drekaslod.is

Ef þú ert aflögufær skiptir það okkur miklu máli að þú styrkir okkur.  Með því hjálpar þú okkur að styðja fólk í neyð.

Hvert viltu fara:
Upplýsingar:
Samband:
Miðstöðin er fyrir alla, bæði konur og karla og aðstandendur þeirra.  Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú telur þörf á.

Drekaslóð er fræðslu og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

DREKASLÓÐ