DREKASLÓÐ

Fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur allskyns ofbeldis og aðstandendur þeirra.

Heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi – andlegt ofbeldi
Í eftirfarandi dæmum er talað um “hann gerandann” vegna þess að málfræðilega er gerandinn karlkyns nafnorð í íslensku. Eftirfarandi dæmi eru betur þekkt í hugum Íslendinga sem heimilisofbeldi en það getur birst í eftirfarandi:
 
Einangrun:
Kemur í veg fyrir að hann/hún geti sótt vinnu, skóla, félagsstarf, tómstundastarf.
Kemur í veg fyrir að hann/hún hitti/eigi samskipti við fjölskyldu og/eða vini.
Tekur af honum/henni persónuskilríki, greiðslukort, ávísanahefti, ökuskírteini og fleira þess háttar.
Eltir einstaklinginn, fylgist með honum.
Opnar póst viðkomandi.
Notar símnúmerabirti til að fylgjast með hverjir hringja til einstaklingsins.
Hringir stöðugt heim til að vita hvort hann/hún sé ekki heima.
Fjarlægir símann.
Spyr í þaula hvar viðkomandi hafi verið, hvað hún/hann hafi verið að gera og hverja hún/hann hafi hitt.Tortryggir gjarnan svörin (Gondolf, 1998).
 
Efnahagsleg stjórnun:
Takmarkar aðgang hans/hennar að peningum.
Skammtar peninga, sem varla (eða ekki) duga fyrir nauðsynlegustu útgjöldum.
Þvingar hann/hana til að biðja um hverja krónu og/eða gera grein fyrir hverri krónu.
Segir ósatt um stöðu fjármálanna, eða heldur þeim leyndum.
Kemur í veg fyrir að hann/hún starfi utan heimilis, eða ráðstafar launum hans/hennar.
Tekur af honum/henni peninga s.s. inneign í bankabók, arf o.fl.
Kemur í veg fyrir að hann/hún hafi greiðslukort, banka- eða ávísanareikning.
Ráðstafar einn og oft án hans/hennar vitundar, sameiginlegum peningum þeirra (Gondolf, 1998).
 
Hótanir:
Ógnar/hótar honum/henni án orða, s.s. með bendingum, hreyfingum eða svipbrigðum.
Kastar/eyðileggur hluti.
Eyðileggur persónulegar eigur hans/hennar og/eða annað sem honum/henni er kært.
Meiðir eða fargar gæludýrum á heimilinu.
Meðhöndlar hnífa, vopn eða aðra hluti til að ógna honum/henni.
Hótar að drepa hann/hana eða börnin.
Hótar að fyrirfara sér.
Hótar að láta reka hann/hana úr landi, ef hann/hún er af erlendum uppruna.
Hótar að láta leggja hann/hana inn á geðdeild.
Hótar að segja „öllum“ hvað hann/hún er „geðveik“ (Gondolf, 1998).
 
Tilfinningaleg kúgun:
Brýtur hann/hana niður.
Hrópar/öskrar á hann/hana.
Uppnefnir hann/hana, gerir lítið úr því sem hann/hún gerir, hæðist að honum/henni.
Gagnrýnir hann/hana, setur stöðugt út á hann/hana og verk hans/hennar.
Niðurlægir hann/hana fyrir framan aðra.
Lætur hann/hana finna fyrir vanmetakennd og að hann/hún sé heimsk/ur eða barnaleg/ur.
Telur honum/henni trú um að eitthvað sé að honum/henni t.d. geðveiki.
Stöðugar ásakanir, m.a. ásakar hann hann/hana fyrir mistök sem hann sjálfur gerir.
Ruglar raunveruleikanum, m.a. með því að segja að hans/hennar upplifanir, útskýringar og túlkanir séu rangar (Gondolf,1998).
 
Kynferðisleg misnotkun:
Spottar/niðurlægir hann/hana kynferðislega.
Þvingar hann/hana til kynlífsathafna, sem hann/hún er mótfallin/n.
Hótar að misbjóða börnunum kynferðislega.
Þvingar hann/hana til að horfa á klámmyndir og/eða skoða klámblöð.
Nauðgar honum/henni eða hótar nauðgun (Gondolf, 1998).
 
Líkamlegt ofbeldi:
Ýtir, hrindir eða slær til hans/hennar.
Snýr upp á útlimi.
Heldur honum/henni föstum/fastri, varnar útgöngu.
Lemur hann/hana, brennir hann/hana.
Skaðar hann/hana t.d. með hnífi, barefli, belti, ól eða öðru þess háttar (Gondolf, 1998).
Mikilvægt er að hafa í huga ef barn býr við heimilisofbeldi.
 
Barnið:
Veit alltaf af ofbeldinu og er „sérfræðingur“ í foreldrum sínum, þekkir sveiflurnar og
Veit þegar von er á ofbeldishrinu af hendi gerandans.
Er stundum þvingað til að verða vitni að ofbeldinu.
Hlýtur stundum refsingu fyrir að segja frá eða mótmæla ofbeldinu.
Er oft notað sem blóraböggull.
Fer stundum að líta á ofbeldið sem eðlilegt þrátt fyrir vanlíðan og óhamingju.
Börnin sitja gjarnan uppi með mikla vanlíðan og beinist vanlíðan þeirra oft að móðurinni en ekki þeim sem beitti ofbeldinu. Þetta eru tilfinningar sem þau þurfa að fá tækifæri til að tjá sig um og reiðin beinist að móðurinni því þeim finnst að hún hafi ekki átt að láta ofbeldið viðgangast.
 
Barn sem býr við heimilisofbeldi fer oft á mis við margt frá fjölskyldu sinni:
Líkamlega umönnun: fæði, klæði, skjól, hvíld, vernd gegn hættum.
Tilfinningalegt atlæti: snertingu, blíðu, huggun, aðdáun, þolinmæði, virðingu, umburðarlyndi, félagslegan stuðning.
Öryggi, leiðsögn, taumhald, reglu stöðugleika, aga, mörk.
Hvatningu, örvun, jákvætt viðhorf, hrós, tíma.
Ábyrgð: orð og gerðir fari saman, örsök, afleiðing.
Sjálfstæði: fá svigrúm til þess eftir aldri.
 
Eftirfarandi er gott að hafa í huga ef hjálpa á barni sem býr við heimilisofbeldi:
Ofbeldið er að öllum líkindum vel falið leyndarmál.
Láttu barnið finna að það sé öruggt hjá þér, það geti treyst þér og að þú trúir því.
Sýndu rósemi og yfirvegun í orðum og tilfinningum.
Lofaðu aðeins því sem þú getur staðið við.
Bentu barninu á að það séu til leiðir til hjálpar og að þú munir sjá til þess að það fái áframhaldandi aðstoð.
Leitaðu aðstoðar og samstarfs við aðra. Flýttu þér hægt þannig að stuðningurinn verði sem bestur og árangursríkastur fyrir barnið.
Sömu reglur gilda um tilkynningaskyldu gagnvart heimilisofbeldi og gagnvart annars konar ofbeldi gagnvart börnum þ.e. að okkur ber skylda að tilkynna sé barn eða unglingur á einhvern hátt beittur ofbeldi. Tilkynna skal til barnaverndarnefndar í sýslunni.
 
Einnig er hægt að hringja í 112 og fá upplýsingar
um hvert á að snúa sér.
Borgartúni 30
2. hæð
105 Reykjavík
Sími 551 5511 860 3358
drekaslod@drekaslod.is

Ef þú ert aflögufær skiptir það okkur miklu máli að þú styrkir okkur.  Með því hjálpar þú okkur að styðja fólk í neyð.

Hvert viltu fara:
Upplýsingar:
Samband:
Miðstöðin er fyrir alla, bæði konur og karla og aðstandendur þeirra.  Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú telur þörf á.

Drekaslóð er fræðslu og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

DREKASLÓÐ