
Drekaslóð er grasrót sem heldur starfseminni gangandi, meðal annars með styrkjum frá almenningi. Ef þú vilt styrkja starfið okkar þá hjálpar þú í leiðinni öðrum að vinna sig úr afleiðingum hvers kyns ofbeldis sem og aðstandendum þeirra. Það er engin krafa gerð á lágmarks fjárhæð. Allt skiptir máli. Margt smátt gerir eitt stórt!
Hægt er að styrkja okkur með því að leggja beint inn á reikninginn okkar:
0101-26-50061. Kt. 500610-0690
Hjartans þakkir till allra sem hafa stutt okkur í gegnum árin!
Við viljum nota tækifærið hér og þakka öllum þeim sem hafa styrkt okkur á einn eða annan hátt í gegnum árin.
Við höfum kannski ekki alltaf haft tíma eða tækifæri til þess að þakka öllum persónulega fyrir þeirra framlag, en við viljum hér með koma á framfæri okkar dýpsta þakklæti til allra ykkar sem hafa styrkt okkur. Það er ykkur að þakka að við höfum fengið tækifæri til þess að halda áfram með starfsemina og þannig hjálpað mörgum til þess að vinna sig úr afar erfiðum málum.
Við vitum að það eru margir notendur sem ekki hafa efni á nauðsynlegum úrræðum til þess að bæta líf sitt, og því er það okkur mjög nauðsynlegt að halda áfram að veita þjónustuna með lágmarks gjaldtöku.
Við vitum að þjónustan okkar hefur hjálpað mörgum og því vonum við svo sannarlega að við fáum tækifæri til þess að halda áfram að vaxa og dafna, þroskast og þróast – og allt með ykkar hjálp!
Drekaknús til ykkar allra!