Hópastarf

Hópastarfið í Drekaslóð hefur fyrir löngu sannað gildi sitt. Hjá Drekaslóð eru ýmsir hópar í boði, þar sem unnið er með afleiðingar ofbeldis, allt eftir því hvað hentar einstaklingnum best. Hópastarf er í flestum tilfellum ákveðið í samstarfi við leiðbeinanda, en stundum er boðið upp á opna hópa eða aðra hópa sem hægt er að skrá sig í án þess að ráðfæra sig við leiðbeinanda. Hóparnir eru einnig sífellt í þróun og geta breyst með tímanum.

Grunnhópar

Í grunnhópi er unnið úr reynslu og afleiðingar ofbeldis með skipulegum hætti. Notendur vinna með sín mál í traustu og öruggu umhverfi þar sem virðing og trúnarðartraust situr í fyrirúmi. Grunnhópar henta best þeim sem eru komnir af stað í sjálfsvinnunni og eru tilbúnir að taka næsta skref. Skráning er nauðsynleg og er alltaf í samráði við ráðgjafa Drekaslóðar. Leiðbeinendur hópsins eru ýmist einn eða tveir.

Framhaldshópar

Framhaldshópar eru fyrir þá notendur sem hafa farið í grunnhópinn og vilja enn dýpka vinnslu sína og skoða betur hvernig afleiðingar ofbeldis hefur haft áhrif á líf þeirra. Það er því unnið áfram með ýmsa þætti sem ræddir voru í grunnhópnum en af meiri dýpt. Skráning í þessa hópa er ávallt í samstarfi við leiðbeinendur eða aðra ráðgjafa. Leiðbeinendur hópsins eru ýmist einn eða tveir.

Helgarhópar

Hópurinn fer eitthvert saman, venjulega út fyrir bæjarmörkin þar sem ró og friðsæld ríkir. Hópurinn gistir á staðnum og hver einstaklingur skuldbindur sig til þess að vera viðstaddur alla helgina. Þetta er gert til þess að notendur geti einbeitt sér sem best að vinnunni. Þetta eru gefandi og áhrifaríkir hópar þar sem mikil sjálfsvinna getur farið fram. Áhersluatriðin eru misjöfn og er sérhannaðir hverju sinni. Allt að þrír leiðbeinendur halda utan um hópinn.

Lokaðir hópar

Drekaslóð býður einnig upp á aðra sjálfshjálparhópar. Í þessum hópum er unnið með sérhæfðari mál, eins og til dæmis að setja mörk, vinna með meðvirkni, sjálfsmyndina, vinna úr sorg eða finna innri Drekann sinn. Þessir hópar henta mjög vel þeim sem eru komnir vel af stað í sjálfsvinnunni og vilja vinna sérstaklega með ákveðið málefni. Þessir hópar eru styttri, eða í fjögur til sex skipti og standa í einn eða tvo klst. í senn. Venjulega er einn leiðbeinandi í þessum hópum en geta verið fleiri. Skráning er nauðsynleg

Drekaiðjan

Drekaiðjan er hönnuð í samstarfi við Hugarafl og er hugsuð sem framhald af Drekasmiðjunni sem er í boði þar. Hér er unnið ítarlegar með það sem rætt var í Drekasmiðjunni. Notandinn fær tækifæri til þess að fara dýpra ofan í reynslu sína í öruggu umhverfi Drekaiðjunnar. Drekaiðjan er haldin á mánudögum eftir Drekasmiðjuna, en það gefur notandanum tíma og tækifæri til þess að íhuga betur það sem vinna skal með. Skráning er nauðsynleg og þarf að vera í samstarfi við Hugarafl eða Drekaslóð.

Opnir fundir

Opnir stuðningsfundir hafa verið í boði hjá Drekaslóð og eru þá fundirnir haldnir í húsakynnum samtakanna. Á opnum fundum er viðræðuefnið nokkuð frjálst og engin skyldumæting. Hægt er að mæta reglulega eða eftir þörfum. fyllsta trúnaðar er að sjálfsögðu heitið og gerð er sama krafa á þá sem mæta. Það er ávallt að minnsta kosti einn leiðbeinandi á staðnum sem leiðir fundinn.

Fundurinn er haldinn alla miðvikudaga kl. 19:30-20:30.

Allar nánari upplýsingar