DREKASLÓÐ

Fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur allskyns ofbeldis og aðstandendur þeirra.

Kynferðisofbeldi

Kynferðisofbeldi gagnvart börnum

Kynferðisofbeldi gagnvart börnum er yfirhugtak sem notað er um kynferðislegt atferli eldri einstaklinga gagnvart börnum. Undir það falla sifjaspell, kynferðisofbeldi ókunnugra gagnvart börnum, barnavændi og barnaklám, þ.e. þegar börn eru notuð í klámmyndum. Sifjaspell eru algengasta form kynferðisofbeldis á börnum.
Sifjaspell er skilgreint sem allt kynferðislegt atferli á milli einstaklinga, sem tengdir eru tengslum trausts og þar sem annar aðilinn vill ekki slíkt atferli, en er undirgefinn og háður ofbeldismanninum á einhvern hátt (Guðrún Sigríður Jónsdóttir, 1993).
Með kynferðislegu atferli er verið að tala um hvers konar þukl eða káf á kynfærum, að neyða börn til að hlusta á eða horfa á klám, að ofbeldismaður lætur barn fróa sér og/eða fróar því, á við barnið samfarir, hvort sem er í munn legglöng eða endaþarm, með fingri, getnaðarlim eða hlutum (Guðrún Sigríður Jónsdóttir, 1993).

Nauðgun - sambands/paranauðgun

Nauðgun er skilgreind sem kynferðislegt ofbeldi þar sem aðili þrengir sér eða gerir tilraun til að þrengja sér inn í, eða á líkama annarrar persónu gegn vilja hans/hennar og/eða neyðir persónu til kynferðislegra athafna gegn vilja hennar/hans og brýtur þar með sjálfsákvörðunarrétt og sjálfsstjórn hans/hennar á bak aftur (Byggt að hluta til á ársskýrslu Stígamóta 2003).

Kynferðisleg áreitni

Erfitt er að skilgreina kynferðislega áreitni, því það sem einum virðist vera kynferðisleg áreitni getur litið út sem eðlilegur hlutur hjá öðrum. Því er besta skilgreiningin sú að kynferðislegum athöfnum, orðum eða myndum er beitt gegn vilja þess sem fyrir áreitninni verður og það skaðar hann/hana. Ef viðkomandi finnst hann/hún hafa verið beittur kynferðislegu ofbeldi, þá er það raunin því farið hefur verið yfir þau mörk sem viðkomandi setur (Guðrún Sigríður Jónsdóttir, 1993).
Borgartúni 30
2. hæð
105 Reykjavík
Sími 551 5511 860 3358
drekaslod@drekaslod.is

Ef þú ert aflögufær skiptir það okkur miklu máli að þú styrkir okkur.  Með því hjálpar þú okkur að styðja fólk í neyð.

Hvert viltu fara:
Upplýsingar:
Samband:
Miðstöðin er fyrir alla, bæði konur og karla og aðstandendur þeirra.  Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú telur þörf á.

Drekaslóð er fræðslu og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

DREKASLÓÐ