DREKASLÓÐ

Fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur allskyns ofbeldis og aðstandendur þeirra.

Nafn samtakanna

Drekaslóð

Við höfum oft fengið fyrirspurnir um það, hvernig stendur á því að við völdum nafnið Drekaslóð.
Í þjóðsögum um Dreka, eru þeir yfirleitt ógnandi og grimmir og þeir sem leggja í það að feta sig inn á Drekaslóðir,þurfa oftar en ekki að berjast við Dreka og leggja á sig mikið erfiði til þess að sigrast á þeim.
Það er önnur merkingin í nafninu okkar.
Hin er sú að það er líka sagt frá Drekum, sem lágu á fjársjóðum og gættu þeirra vel.
Við lítum svo á, að þegar við erum komin alla leið eftir okkar Drekaslóð, þá verðum við líka eins og Drekar sem gæta þess fjársjóðs sem við eigum innra með okkur.
 

Þess vegna erum við Drekar á Drekaslóð.

Borgartúni 30
2. hæð
105 Reykjavík
Sími 551 5511 860 3358
drekaslod@drekaslod.is

Ef þú ert aflögufær skiptir það okkur miklu máli að þú styrkir okkur.  Með því hjálpar þú okkur að styðja fólk í neyð.

Hvert viltu fara:
Upplýsingar:
Samband:
Miðstöðin er fyrir alla, bæði konur og karla og aðstandendur þeirra.  Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú telur þörf á.

Drekaslóð er fræðslu og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

DREKASLÓÐ