Drekaslóð býður einstaklingum upp á ráðgjöf af ýmsu tagi. Einstaklingsráðgjöf er til dæmis góð leið til þess að hefja bataferlið sitt og að byrja að skoða áfallasöguna sína. Ráðgjafar okkar hafa allir sjálfir reynslu af ofbeldi í ýmsum myndum, og sem þeir hafa unnið sig farsællega úr. Allir ráðgjafar Drekaslóðar hafa áralanga reynslu af því að vinna með ráðgjöf af ýmsu tagi.

Einstaklingsráðgjöf
Í einstaklingsráðgjöf er unnið náið með leiðbeinandanum og getur mikil persónuleg vinnsla farið fram. Ráðgjafi mætir ávallt notandanum á jafningjagrundvelli þar sem unnið er útfrá sjálfshjálparhugtakinu, það er, að þolandi er að tala við annan þolanda sem hefur reynslu af því að vinna sig úr afleiðingum ofbeldis. Panta þarf tíma hjá ráðgjafa Dreksalóðar og er athygli vakin á að það getur verið bið eftir að fá tíma.
Allar nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda tölvupóst á drekaslod@drekaslod.is

Notendur með sérþarfir
Hjá Drekaslóð starfar menntaður þroskaþjálfi sem hefur áratuga reynslu af að starfa með notendum með sérþarfir. Reynslan hefur sýnt að notendur með sérþarfir þurfa oft að nálgast bataferlið sitt á sinn eigin hátt og sem hentar þeim best. Þess vegna finnst okkur afar mikilvægt að notendur sem það kjósa geti hitt sérfræðing með sérmenntun í þroskaþjálfun og mikla reynslu.

Krýsuvík
Thelma Ásdísardóttir hefur í fjöldamörg ár boðið upp á ráðgjöf fyrir notendur í Krýsuvík. Hún er með fasta viðveru í hverri viku. Þar vinnur hún með notendum sem vilja vinna sig úr erfiðri reynslu. Krýsuvík hefur lengi verið fastur liður í daglegu starfi Drekaslóðar enda samstarfið með samtökunum verið farsælt í fjöldamörg ár.