Drekaslóð flytur

Mánudagurinn 28. mars var stór dagur hjá okkur í Drekaslóðar en þá flutti starfsemin frá Borgartúni 30 yfir í stórt og rúmgott húsnæði að Síðumúla 6.   Húsnæðið er afar glæsilegt, bjart og þægilegt, auk þess sem samtökin muna nú deila húsnæði með Hugarafli. Þetta verður virkilega jákvæð breyting þar sem samtökin hafa unnið mikiðContinue reading “Drekaslóð flytur”

Góðar fréttir fram undan

Thelma Dreki skrapp í frí til Svíþjóðar á dögunum, og var það til þess að heimsækja annan Dreka, en það var Ruth, sem býr í Malmö. Ruth hefur séð um vefsíðuna og samfélagsmiðla síðan 2019 og tók að sjálfsögðu vel á móti systur sinni. Það var virkilega gott að geta loksins hist og vonin erContinue reading “Góðar fréttir fram undan”

DíaMat styrkir Drekaslóð

Á dögunum fékk Drekaslóð rausnarlegan styrk frá lífsskoðunarfélaginu DíMat, en það hefur réttarstöðu trúfélags og fær þess vegna sóknargjöld frá íslenska ríkinu.   Stefna félagsins er að láta drjúgan hluta gjalsins renna beint í góðan málstað og segir Vésteinn Valgarðsson, forstöðumaður félagsins að stefnan sé ávallt sú að velja málstað sem talin er valdeflandi fyrirContinue reading “DíaMat styrkir Drekaslóð”

Opni stuðningsfundurinn í jólafrí

Vegna ástandsins í samfélaginu og aukinna smita, þá höfum við ákveðið að setja opna stuðningsfundinn okkar snemma í jólafrí í ár. Fundurinn mun fara aftur af stað á nýju ári og munum við tilkynna það með fyrirvara. Við óskum ykkur gleðilegrar aðventu og vonumst til þess að þið munið njóta hennar sem og hátíðanna semContinue reading “Opni stuðningsfundurinn í jólafrí”

Skilafresturinn er runninn út

Nú er skilafresturinn fyrir hugmyndum að nýju merki Drekaslóðar runninn út og viljum við þakka öllum kærlega fyrir að senda inn hugmyndirnar sínar. Þær eru hverri annarri flottari og það er alveg ljóst að dómnefndin mun eiga afar erfitt verkefni fyrir höndum. Dómnefndin mun strax hefjast handa og verður vinningshugmyndin tilkynnt þann 1. desember næstkomandi.Continue reading “Skilafresturinn er runninn út”

Við minnum á símatímann okkar

Starfið hjá okkur er farið aftur komið á fullt eftir faraldurinn og við gleðjumst að sjálfsögðu yfir því. Okkur langar því að minna á að við erum með símatíma alla fimmtudaga milli kl. 13-16. Síminn er: 551 5511. Öllum er frjálst að hringja og fá upplýsingar og ráð, en við minnum á að því miðurContinue reading “Við minnum á símatímann okkar”

Framlengdur skilafrestur í hönnunarsamkeppni Drekaslóðar

Við í Drekaslóð höfum ákveðið að framlengja skilafrestinum fyrir hugmyndum að nýjum merki samtakanna til 1. nóvember. Það eru ábyggilega margir sem eru á fullu við að leggja lokahönd á hugmyndir sínar og því viljum við gefa aðeins meiri tíma fyrir alla sem vilja senda okkur hugmyndir. Við erum að leita að bestu útfærslunni afContinue reading “Framlengdur skilafrestur í hönnunarsamkeppni Drekaslóðar”

Rekstrarvörur styrkja Drekaslóð

Mánudaginn 27. september tók Thelma Dreki á móti styrk frá Rekstrarvörum, en fyrirtækið gaf samtökunum tvo kassa af Pelican Rouge Value Grand kaffi og einn kassa af True Moods ilmgjafa. Markaðsstjórinn Harpa Grétarsdóttir afhenti styrkinn. Styrkurinn kemur sér sannarlega vel fyrir Drekaslóð þar sem við teljum það afar mikilvægt að geta boðið notendum okkar uppContinue reading “Rekstrarvörur styrkja Drekaslóð”

Aðalfundur Drekaslóðar

Boðað er til árlegs aðalfundar Drekaslóðar. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn þann 7. október 2021. kl. 17:00 í húsnæði samtakanna að Borgartúni 30. Fundarefni: Samantekt um starfsemina 2020 kynnt Fjárhagur fyrir 2020 kynntur Uppstilling nýrrar stjórnar kynnt Önnur mál Fundurinn er opinn öllum félögum, notendum og aðstandendum þeirra. Einnig er hægt að mæta á fundinn íContinue reading “Aðalfundur Drekaslóðar”