Við minnum á símatímann okkar

Starfið hjá okkur er farið aftur af stað eftir sumarfrí og höfum við reynt að sinna því eins og best verður á kosið miðað við aðstæður undanfarið. Opnu stuðningsfundirnir okkar fóru aftur af stað þann 1. september og var hann vel sóttur. Thelma Ásdísardóttir, Dreki, leiddi fundinn þar sem fjallað var um ofbeldi og afleiðingarContinue reading “Við minnum á símatímann okkar”

Framlengdur skilafrestur í hönnunarsamkeppni Drekaslóðar

Við í Drekaslóð höfum ákveðið að framlengja skilafrestinum fyrir hugmyndum að nýjum merki samtakanna til 1. nóvember. Það eru ábyggilega margir sem eru á fullu við að leggja lokahönd á hugmyndir sínar og því viljum við gefa aðeins meiri tíma fyrir alla sem vilja senda okkur hugmyndir. Við erum að leita að bestu útfærslunni afContinue reading “Framlengdur skilafrestur í hönnunarsamkeppni Drekaslóðar”

Rekstrarvörur styrkja Drekaslóð

Mánudaginn 27. september tók Thelma Dreki á móti styrk frá Rekstrarvörum, en fyrirtækið gaf samtökunum tvo kassa af Pelican Rouge Value Grand kaffi og einn kassa af True Moods ilmgjafa. Markaðsstjórinn Harpa Grétarsdóttir afhenti styrkinn. Styrkurinn kemur sér sannarlega vel fyrir Drekaslóð þar sem við teljum það afar mikilvægt að geta boðið notendum okkar uppContinue reading “Rekstrarvörur styrkja Drekaslóð”

Aðalfundur Drekaslóðar

Boðað er til árlegs aðalfundar Drekaslóðar. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn þann 7. október 2021. kl. 17:00 í húsnæði samtakanna að Borgartúni 30. Fundarefni: Samantekt um starfsemina 2020 kynnt Fjárhagur fyrir 2020 kynntur Uppstilling nýrrar stjórnar kynnt Önnur mál Fundurinn er opinn öllum félögum, notendum og aðstandendum þeirra. Einnig er hægt að mæta á fundinn íContinue reading “Aðalfundur Drekaslóðar”

Óskað eftir þátttakendum í samtalsrannsókn

Reynsla karla af ofbeldi í nánum samböndum við konur. Undirrituð, Hildur Petra Friðriksdóttir meistaranemi við Heilbrigðisvísindadeild Háskólans á Akureyri leitar eftir þátttakendum í meistararannsókn. Um er að ræða viðtalsrannsókn og tilgangur hennar að skoða reynslu og upplifun karla sem orðið hafa fyrir ofbeldi kvenna sem þeir hafa átt í nánu sambandi við. Markmiðið er aðContinue reading “Óskað eftir þátttakendum í samtalsrannsókn”

Opnu stuðningsfundirnir aftur af stað

Opnu stuðningsfundirnir okkar hefjast á ný miðvikudaginn 1. september. Vegna aukinna smita í samfélaginu í sumar, ákváðum við að fresta því að hefja fundina aftur eftir sumarfrí.   Nú teljum við öruggara að fara af stað með fundina og verður því fyrsti fundur haustsins haldinn í vikunni. Tímasetning: Alla miðvikudaga kl. 19:30- 20:30. Staðsetning: HúsnæðiContinue reading “Opnu stuðningsfundirnir aftur af stað”

Reykjavíkurmaraþoninu 2021 aflýst

Því miður voru þær fréttir að berast okkur í Drekaslóð, að Reykjavíkurmaraþoninu, 2021 hefur verið alfarið aflýst. Í fréttatilkynningu frá þeim segir að hlaupinu var í upphafi frestað til 18. september í von um að ástandið í þjóðfélaginu myndi batna. Því miður virðist það ekki líta út sem svo að það verði orðið betra þáContinue reading “Reykjavíkurmaraþoninu 2021 aflýst”

Reyjkavíkurmaraþoninu frestað

Vegna aukinna smita í samfélaginu hefur Reykjavíkurmaraþoninu því miður verið frestað fram til 18. september. Við viljum því nota þennan tíma til þess að vekja athygli á að það er enn hægt að skrá sig á Hlaupastyrk og safna áheitum fyrir Drekaslóð. Aðsóknin hefur aukist gríðarlega hjá Drekaslóð síðan farsóttin braust út 2020, og íContinue reading “Reyjkavíkurmaraþoninu frestað”

Opnu stuðningsfundirnir ekki haldnir í bili

Vegna ástandsins sem skapast hefur í samfélaginu undanfarið, vegna Covid-19, þá höfum við í Drekaslóð ákveðið að fresta því um sinn að fara aftur af stað með opnu stuðningsfundina okkar.   Opnu stuðningsfundirnir eru venjulega haldnir alla miðvikudaga kl. 19:30-20:30 í húsnæði samtakanna að  Borgartúni 30. Við munum síðan senda út tilkynningu þegar fundirnir faraContinue reading “Opnu stuðningsfundirnir ekki haldnir í bili”