Drekaslóð er þjónustu- og fræðslumiðstöð fyrir þolendur hvers kyns ofbeldis og aðstandendur þeirra
Allt frá stofnun Drekaslóðar hefur stefna samtakanna verið að bjóða alla þolendur ofbeldis velkomna. Hvort sem um er að ræða konur, karla eða önnur kyn. Við vitum að afleiðningar ofbeldis lýsa sér yfirleitt á sama hátt og þá skiptir ekki máli af hvaða kyni viðkomandi er. Við höfum persónulega reynslu af ofbeldi í margs konar myndum og höfum áralanga reynslu í að aðstoða aðra við að vinna sig út úr afleiðingum ofbeldis. Markmið okkar er að veita öllum einstaklingum, sem þess óska, fræðslu, ráðgjöf og hjálp á jafningjagrundvelli.

Hópastarf
Öflugt hópastarf hefur verið í gagni hjá Drekaslóð síðan samtökin opnuðu árið 2010. Reglulega eru settir af stað lokaðir stuðningshópar sem standa yfir í nokkrar vikur. Einnig býður Drekaslóð upp á opna stuðningsfundi í hverri viku þar sem allir eru velkomnir.

Ráðgjöf
Drekaslóð býður þolendum upp á einstaklingsviðtöl. Hægt er að fá símaviðtöl eða koma til okkar á Borgartún 30. Nú á tímum Covid-19 höfum við einnig boðið upp á aukin símatíma og fjarfundi. Ráðgjafar okkar hafa áralanga reynslu af starfi með þolendum.

Fræðsla
Fræðsla hefur verið stór hluti af starfsemi Drekaslóðar síðan samtökin voru stofnuð. Reglulega halda Drekarnir fræðslufundi, námskeið og kynningarfundi. Starfsmenn Drekaslóðar hafa allt frá upphafi tekið virkan þátt í ráðstefnum bæði hérlendis og erlendis til þess að, bæði öðlast meiri þekkingu á málefninu en einnig til þess að miðla af reynslu og þekkingu til annarra.
