DREKASLÓÐ

Fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur allskyns ofbeldis og aðstandendur þeirra.

Um okkur

Samtökin Drekaslóð eru samtök sem aðstoða þolendur hvers konar ofbeldis. Við munum gera það með einstaklingsviðtölum, fjölbreyttu hópastarfi og ýmiskonar fræðslu.
Við erum hópur fólks sem hefur mikla reynslu og þekkingu á afleiðingum ofbeldis. Að starfinu koma bæði konur og karlar.
Eftir margra ára starfsreynslu með fólki sem hefur verið beitt ofbeldi vitum við hvar þörfin er mest og hvaða þjónustu skortir enn. Við verðum með aðstoð fyrir þolendur eineltis, ætlum að hvetja karlmenn til að koma til okkar í auknum mæli og einnig viljum við leggja áherslu á að aðstendur þolenda geta komið og fengið ráðgjöf. Ofbeldi framið gegn einum hefur oftast áhrif á stóran hóp fólks, ástvini þolandans.
Við vitum að mikið er um ofbeldi meðal geðfatlaðra og heyrnarskertra og þar viljum við mæta þörfinni. Við erum í samvinnu við táknmálstúlk sem mun bjóða upp á viðtöl milliliðalaust og vera með hópastarf ef nægur áhugi er fyrir hendi.
Við höfum þá trú að því fyrr sem fólk fær aðstoð, þeim mun betra. Þess vegna skiptir miklu máli að ná til unga fólksins eins fljótt í kjölfar ofbeldis og hægt er. Við erum með sérsniðið efni ætlað ungu fólki til að vinna sig frá afleiðingum ofbeldis.
Við ætlum að bjóða upp á framhaldsþjónustu til þeirra sem þegar eru byrjaðir að vinna í sínum málum. Það hefur skort átakanlega mikið á að fólk getið haldið áfram eftir að grunnþjónustu sleppir. Mikið hefur verið sóst eftir því, það hafa kannanir staðfest ítrekað.
Að sjálfsögðu munum við bóða upp á grunnþjónustuna líka.
Fræðasta um ofbeldi og afleiðingar þess skiptir miklu máli, bæði hvað varðar fagfólk og þolendur sem og aðstandendur þeirra. Við erum með fjölbreytt efni, byggt á þekkingu, rannsóknum og reynslu og getum boðið upp á margvíslega fræðslu til stofnana, samtaka, nefnda og fyrirtækja.
Einnig munum við bjóða námskeið til þolenda og má nefna sem dæmi námskeið um ferli kærumála sem haldið er af lögfræðingi sem nú starfar sem kennari við lagadeild Háskóla Reykjavíkur.
Starfsemin er ætluð fyrir karla og konur 18 ára og eldri, nema í samráði við forræðisaðila. Við fylgjum lögum um tilkynningar til barnaverndar komi slík mál upp.
Kveðja,
Drekarnir á Drekaslóð
Borgartúni 30
2. hæð
105 Reykjavík
Sími 551 5511 860 3358
drekaslod@drekaslod.is

Ef þú ert aflögufær skiptir það okkur miklu máli að þú styrkir okkur.  Með því hjálpar þú okkur að styðja fólk í neyð.

Hvert viltu fara:
Upplýsingar:
Samband:
Miðstöðin er fyrir alla, bæði konur og karla og aðstandendur þeirra.  Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú telur þörf á.

Drekaslóð er fræðslu og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

DREKASLÓÐ